Tæplega einn af hverjum fimm hluthöfum HSBC bankans neitaði nýlega að lýsa yfir stuðningi við fyrirhugaðar bónusgreiðslur til sex hæst settu stjórnenda bankans. Bónusgreiðslurnar, sem nema allt að 120 milljón pundum á þriggja ára tímabili, voru mikið ræddar á fundi hluthafa í London, en hlutabréf HSBC hafa lækkað mikið og bankinn hefur afskrifað milljónir punda að undanförnu.

„Þið hafið fengið ykkar laun. Bónusinn er ekki fyrir að tapa peningum, sem er það sem þið hafið stundað að undanförnu,“ sagði einn hluthafinn, samkvæmt frétt Guardian, og beindi orðum sínum að stjórnarformanninum Stephen Green.

Á endanum fór svo að 18% hluthafa greiddu atkvæði gegn því að samþykkja bónusagreiðsluáætlun HSBC.