Hluthafar Skipta, sem fyrir skömmu tóku yfirtökutilboði Existu í félagið, högnuðust um 18% á ársgrundvelli á fjárfestingu sinni í félaginu.

Á sínum tíma, í september 2005, lögðu Exista BV, Kaupþing banki, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Stafirlífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, MP Fjárfestingarbanki og Imis ehf. fram eigið fé í félagið upp á 30 milljarða króna.

Við yfirtöku Exista fá þessir aðilar samtals 47,5 milljarða króna fyrir hlut sinn, sem samsvarar 58% ávöxtun á tímabilinu, miðað við markaðsverð hluta í Existu í gær. T

il viðmiðunar má nefna að á sama tíma hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 1,7%, sem svarar til 0,6% ávöxtunar á ári.

Hluthafarnir fengu greitt í hlutum í Existu með skiptihlutfallinu 0,6574, þannig að þeir fengu 0,6574 hluti í Existu fyrir hvern hlut í Skiptum. Miðað var við gengið 6,64 á bréfum Skipta og 10,1 á bréfum Existu, en lokagengi Existu í Kauphöllinni í gær var 10,11.