*

miðvikudagur, 25. nóvember 2020
Innlent 18. október 2017 08:59

Fimmtungsfækkun viðskipta með fjölbýli

Fasteignaviðskipti almennt hafa verið róast en enn eru miklar hækkanir á sérbýli.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Fasteignaverðshækkanir á höfuðborgarsvæðinu í september voru svipaðar í september og þær voru í ágúst, en minni en mánuðina þar á undan. Hækkunin nam 0,8% í september, en inn í því er að sérbýli hækkaði um 1,8% og fjölbýli um 0,5%.

Hækkanir frá því í fyrra eru enn mjög miklar og er árshækkun sérbýlis áfram með mesta mót að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans, sem nýtir tölur frá Þjóðskrá. Hefur verð á fjölbýli hækkað um 19% á síðustu 12 mánuðum, meðan verð á sérbýli hefur hækkað um 21,2%. Heildarhækkunin nemur 19,6% sem er eilítið meiri hækkun en í síðasta mánuði.

Meiri ró virðist vera komin á markað yfir fjölbýli, en engu að síður er 0,5% mánaðarhækkun töluverð, enda næmi hún rúmlega 6% hækkun á ársgrundvelli.

Viðskiptum fækkað síðan í nóvember

Allt frá því í nóvember síðastliðnum hefur fjöldi viðskipta með fjölbýli verið niður á við, eru þær mun lægri en var fyrir ári síðan og hafa lækkað mikið síðustu mánuði. Er um fimmtungslækkun að meðaltali frá júní til september.

Enn eru viðskipti með fjölbýli þó um 85% allra fasteignaviðskipta, svo verðþróunin þar ræður heildarverðþróuninni mikið, en enn eru miklar hækkanir í sérbýlum þó heildarmarkaðurinn sé að róast.