Í nóvember nam fiskafli íslenska skipa 77 þúsund tonnum sem er 18% minni afli en á sama tíma fyrir ári.

Botnfiskaflinn nam tæpum 40 þúsund tonnum en hann stóð nokkurn veginn í stað milli ára, þó þorskaflinn hafi aukist um 10% milli ára. Veiddust tæplega 27 þúsund tonn af þorski í mánuðinum, en töluverður samdráttur var á öðrum botnfisktegundum milli ára.

Uppsjávaraflinn var tæplega 36 þúsund tonn í nóvember, en þar af voru 32 þúsund tonn frá síldveiði.

Uppsjávaraflinn dróst saman um þriðjung

Dróst uppsjávaraflinn saman um 32% frá því í nóvember 2015, en hann var mismikill eftir tegundum. Dróst kolmunnaaflinn saman um 75% milli ára, en síldaraflinn dróst saman um 13% milli ára.

Ef horft er á tólf mánaða tímabil frá desember 2015 til nóvember 2016 hefur heildaraflinn dregist saman um tæplega fimmtung eða 19% ef borið saman við 12 mánuði á undan. Dróst hann saman um 255 þúsund tonn en á tímabilinu hefur þorskaflinn þó aukist um 12% og botnfiskaflinn í heild um 6%.

Skýrist samdrátturinn mest af minni loðnuafla.