Evrópusambandið hyggst skuldbinda streymisþjónustur eins og Netflix og Amazon Prime til að hafa að minnsta kosti 20% af öllu efni sínu frá Evrópusambandslöndum. Jafnframt ætlast framkvæmdastjórn Evrópusambandsins til að efnið verði áberandi, en aðgerðirnar eiga að hafa menningarlegan ábata í för með sér.

Ekki víst að reglurnar hafi mikil áhrif

Sérfræðingar hafa þó sagt að mögulega muni reglurnar ekki hafa jafnmikil áhrif og ætla mætti, því núþegar uppfylli margar streymiþjónustur þessar reglur með enskumælandi efni frá Bretlandi.

En jafnvel ef Bretland yfirgefi Evrópusambandið eftir kosningar þar um sem verða 23. júní næstkomandi, þá þurfi það ekki endilega þýða að mikið efni frá öðrum löndum sambandsins verði keypt eða framleitt í kjölfarið.

Alice Enders frá fjölmiðlarágjafastofunni Enders Analysis segir að veiturnar gætu uppfyllt reglurnar með því að setja inn fullt af lélegu efni eða jafnvel bara með því að fjarlægja hluta af efni sínu frá löndum utan sambandsins, eins og því sem minna áhorf er á.

Byrjaðar að framleiða efni í Evrópu

Sjónvarpsstöðvar í sambandinu eru skuldbundnar til að nota 20% af tekjum sínum í að búa til innlennt efni sem og að eyða að minnsta kosti helmingi af sjónvarpsútsendingartíma sínum í að sýna evrópskt efni en nú á að láta reglurnar ná yfir streymisveiturnar.

Netflix lýsir því yfir að það sé á móti reglum um þetta en þeir séu núþegar að fjárfesta í evrópsku efni, þar með talið í efni sem þeir framleiða sjálfir. Fyrsta evrópska þáttaröðin sem þeir framleiða heitir Marseille og kom í streymisveituna nýlega og í nóvember munu þeir bjóða uppá þætti sem heita The Crown um Elísabetu drotningu Bretlands.