Næstum helmingur allra áætlunarferða frá Keflavíkurflugvelli í marsmánuði var til Lundúna, Kaupmannahafnar, Óslóar, Parísar og New York. Þetta kemur fram í úttekt Túrista , en hinn helmingurinn skiptist á 29 áfangastaði.

Langoftast var flogið til Lundúna eða í 20,7 prósent tilvika. Þar á eftir kemur Kaupmannahöfn en flogið var til hennar í 9,3 prósent tilvika. Þá var Ósló með 9,1 prósent, New York með 5,1 prósent og París með 4,5 prósent.

Boston er í sjötta sæti listans með 4,4 prósent ferða, en í lok marsmánaðar hóf Wow air áætlunarflug til borgarinnar og mun fljúga þangað sex sinnum í viku. Má því búast við að borgin verði ofar á næstu listum.