Um 20% heimila skulda um 43% af veðtryggðum skuldum þar sem veðsetningarhlutfall er hærra en fasteignamat  viðkomandi eignar, samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins.

Útreikningarnir byggja á upplýsingum úr álagningaskrá og frá Seðlabanka Íslands. Þessi fimmtungur skuldsettra heimila fengi því mun meiri niðurfærslu í krónum talið en aðrir ef farin yrði sú leið að niðurfæra skuldir um 18%.

Þessar tölur voru kynntar á fundi ríkisstjórnar, hagsmunaaðila og annarra um skuldavanda heimilanna á þriðjudaginn. Tilgangurinn var að sýna fram á afleiðingar af 18% flatri niðurfærslu skulda sem Hagsmunasamtök Heimilanna hafa lagt til.