Einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum á milli 55 og 64 ára, eða þeir sem eru að nálgast ellilífeyrisaldur, eiga engan ellilífeyrissparnað. Þessu greinir the Washington Post frá.

Gerð var könnun um viðhorf og sparnað Bandaríkjamanna vegna ellilífeyris. Í skýrslunni kom fram að fyrir allan aldurshópinn frá 18 upp í 64 ára væru margir ekki að spara nóg. Auk þess sögðust 31% viðmælanda ekki eiga neinn sparnað til að nota í ellinni. Á meðal þeirra voru 19% á aldrinum 55 til 64 ára.

Margir hafa ekki hug á því að spara fyrr en það er of seint, 41% viðmælanda á aldrinum 18 til 29 ára höfðu aldrei hugsað um ellilífeyrissparnað.

Hins vegar benda rannsakendur á að þetta stafar ekki einungis af því að fólki hugi ekki að framtíðinni heldur höfðu margir viðmælendur enga leið til að spara. Þetta var vegna lágra tekna og engan aðgang að lífeyrissparnaði í gegnum vinnuveitenda. Þrír fjórðu starfsmanna hjá einkageiranum í Bandaríkjunum hafa aðgang að lífeyrissjóði en einungis 37% þeirra sem vinna í hlutastarfi.

Aðspurðir um hvernig þeir hyggjast lifa af án lífeyris sögðust viðmælendur annað hvort ætla að halda áfram að vinna eins lengi og þeir gætu eða þiggja bætur frá ríkinu.