HPP Solutions, sem framleiðir verksmiðjur sem vinna hágæða prótein og olíur úr hvítfisk, uppsjávarfisk, laxfiskum og skeldýrum, hagnaðist um 29 milljónir króna á síðasta ári.

Félagið, sem velti nærri einum og hálfum milljarði í fyrra, var áður dótturfélag Héðins en á síðasta ári var gert að sjálfstæðu félagi að fullu leyti.

Um leið kom Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, inn í hluthafahópinn og gerðist stjórnarformaður. Hann á 10% hlut í félaginu.

Lykiltölur / HPP Solutions

2022
Tekjur 1.448
Eignir 376
Eigið fé 140
Afkoma 29
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast hana hér.