Leiðari breska viðskiptablaðsins Financial Times í dag fjallar um stöðuna á Íslandi. Blaðið segir að þrátt fyrir að þjóðin horfist í augu við gríðarlega erfiðleika í kjölfar bankahrunsins sé hún að mörgu leyti í öfundsverðri stöðu vegna stöðu sjávarútvegsins, útflutningsgreina og ódýrrar raforku.

Blaðið veltir fyrir sér stöðu peningamála á Íslandi og telur engan vafa á því að besta lausnin sé að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Það sé meðal annars vegna þess að um það bil helmingur viðskipta landsins er við evrópusambandslönd. Ef það gangi ekki eftir verði landið að skoða möguleika á myntsamstarfi við eitthvert Norðurlandanna.