*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Erlent 28. júní 2020 13:09

Finavia þróar rafdrifnar flugvélar

Finnska ríkisfélagið Finavia hefur gengið frá samstarfssamningi við Helsinki Aircraft Association um þróun á rafdrifnum flugvélum.

Ritstjórn
epa

Finnska ríkisfélagið Finavia, sem gegnir sama hlutverki þar í landi og Isavia gegnir hér á landi, hefur gengið frá samstarfssamningi við Helsinki Aircraft Association um þróun á rafdrifnum flugvélum í Finnlandi.

Til að byrja með yrðu rafflugvélar einungis hugsaðar til nota í innanlandsflug, enda drífa þær mun skemur en olíuknúnar vélar enn sem komið er. 

„Með rafdrifnum flugvélum mun flug verða sífellt umhverfisvænna og rafknúnar flugvélar munu verða unhverfisvænni valkostur í samgöngumálum. Rafknúnar flugvélar eru hljóðlátar svo þær draga jafnframt úr hljóðmengun," segir formaður rafflugvélasambandsins í Helsinki, Janne Vasama.