Finnair ætla að fækka störfum um 500 til að mæta minnkandi eftirspurn og síhækkandi olíuverði.

Hækkandi bensínverð hefur þau áhrif að eldsneytisreikningur Finnair hækkar um 160 milljón evrur milli ára, samkvæmt frétt BBC. Finnair segja að skera þurfi rekstrarkostnað niður um a.m.k. 50 milljónir evra í viðbót.

Finnair er að mestu í eigu finnska ríkisins og hjá því starfa um 9.500 manns. Eftirspurn eftir þjónustu félagsins hefur minnkað mikið, eftir því sem neytendur eyða minna í munaðarvörur í kjölfar hækkandi matar- og olíuverðs. Sætanýting félagsins er nú komin niður í 65%.