Finnair flaug fyrsta lífræna áætlunarflugið sitt í gær þegar Airbus A330 vél félagsins flaug frá Helsinki til New York á níu klukkutímum. Allt um flug greinir frá þessu.

Var orkugjafinn blanda af hefðbundnu flugvélaeldsneyti og endurunninni matarolíu frá SkyNRG Nordic og Statoil Aviation. Önnur flugfélög sem hafa prófað flug með lífrænum orkugjafa eru British Airways, KLM, Virgin og Lufthansa. Sýnt hefur verið fram á að öruggt sé að fljúga með lífrænu eldsneyti, en það er þó tvöfalt dýrara en hefðbundið flugvélaeldsneyti.