Gengi bréfa í finnska flugfélaginu Finnair, sem FL Group á 12,7% hlut í, hafa hækkað um 2,23% það sem af er dags, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Euroland.

Í gær féllu þau um 4,95% í finnsku kauphöllinni. Lækkunin á gengi bréfa Finnair kemur til viðbótar við 3,48% lækkun á þriðjudaginn og höfðu bréf félagsins ekki verið lægri í gær síðan snemma á árinu 2005.

Við lok markaðar í gær stóðu bréfin í 7,1 evru á hlut þegar markaðir lokuðu í gær, ef marka má frétt Dow Jones fréttaveitunnar.