Danski fjárfestingasjóðurinn Axcel hefur selt allt hlutafé sitt í búsáhaldaframleiðandanum Royal Copenhagen fyrir 490 milljónir danskra króna, jafnvirði um 10 milljarða íslenskra króna. Finnska fyrirtækið Fiskar keypti reksturinn. Fyrirtækið ætti ekki að vera síður þekkt hér á landi en það hefur m.a. framleitt ryksugur og fleiri undir eigin merki auk annarra.

Undir hatti Royal Copenhagen er fjöldi vörumerkja sem Íslendingar þekkja flestir vel. Þar á meðal er Flora Danica, Georg Jensen og Bing & Gröndahl.

Royal Copenhagen er ævagamalt og reksturinn rótgróinn en danska konungsfjölskyldan stofnaði það árið 1775. Helstu markaðir fyrirtækisins eru sem fyrr á Norðurlöndunum auk þess sem Japan hefur bæst við á kortið.

Búist er við að kaupin gangi í gegn í mars á næsta ári.