Finnski forsætisráðherrann Jyrki Katainen er áhyggjufullur yfir þróuninni í Evrópu. Hann segir að síðast þegar evrusamstarfið var á álíka stöðu og nú var í maí 2010 þegar Grikkir voru á barmi gjaldþrots og var bjargað af neyðarlánum frá ESB og AGS. Þetta kemur fram í frétt E24 um málið.

Samkvæmt fréttinni eru Finnar nú í viðræðum við Spánverja um veð fyrir lánum sem áætlað er að veita Spánverjum. Um er að ræða neyðarlán upp á allt að 100 milljarða evra frá löndum á evrusvæðinu. Fyrr í vikunni var ákveðið að Spánverjar myndu fá 30 milljarða að láni á allra næstu dögum. Finnar vilja aftur á móti fá veð fyrir sínum hluta lánveitinganna ef þeir eiga að láta af hendi fjármuni.