„Ég hef ekki hitt atvinnurekenda sem kvartar ekki undir verkfallsátökum og ég hald að atvinnurekendum finnist það alltaf ósanngjarnt þegar verkföll beinast gegn þeim. Það er ekkert nýtt í því. Atvinnurekendum finnst heldur aldrei góð tímasetning til að hækka launin. Þetta er gömul saga og ný,“ segir Drífa . Atkvæðagreiðslu átta þúsund félagsmanna Eflingar lýkur í kvöld.

Verði verkfallið samþykkt mun vinnustöðvun 700 félagsmanna Eflingar sem sinna þrifum og frágangi hótelherbergja a höfuðborgarsvæðinu og nágrenni hefjast að morgni 8. mars og standa fram á kvöld.

Hótelrekendur hafa að undanförnu komið fram í fjölmiðlum og sagt að launakostnaður hafi hækkað það mikið að undanförnu að þeir megi illa við verulegum launahækkunum.

Samtök atvinnulífsins telja atkvæðagreiðslu Eflingar ólöglega. Félagsdómur mun taka verkfallsboðunina fyrir á morgun og búist er við niðurstöðu í næstu viku.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .