Í kjölfar stóraukinna tengsla Íslands við Finnland og mikillar útrásar íslenskra fyrirtækja þar í landi hefur verið ákveðið að setja á laggirnar finnskt- íslenskt viðskiptaráð.Viðskiptaráðið verður stofnað formlega þann 20. júní í Helsinki og líklega verður Pia Michelsson aðstoðarforstjóri Kaupþings í Finnlandi fyrsti formaður þess. Meginhlutverk ráðsins verður að sinna upplýsingagjöf um Ísland og íslensk fyrirtæki í Finnlandi og vera tengiliður á milli landanna tveggja. Tilgangurinn er að greiða fyrir auknum viðskiptum og auka tengslin. Hannes Heimisson sendiherra Íslands í Finnlandi á frumkvæðið af stofnunni.