*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 21. september 2016 12:50

Finnst að komið hafi verið illa fram við KSÍ

Geir Þorsteinsson segir í viðtali að honum finnst tilboð EA Sports hafa verið of lágt og segist hann ósáttur með leikjaframleiðandann.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Íslenska karlalandsliðið verður ekki með í tölvuleiknum FIFA 17 eins og áður hefur komið fram. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, var í viðtali við The Wall Street Journal í dag, þar sem kom fram að tölvuleikjaframleiðandinn bauð KSÍ 15 þúsund dollara fyrir að vera með í leiknum.

Haft er eftir Geiri í viðtalinu að honum fannst upphæðin of lág fyrir leik af þessari stærðargráðu, því hafi hann neitað tilboðinu. EA Sports tjáði KSÍ að tilboðið væri sambærilegt fyrir lönd á stærð við Ísland og sleit svo viðræðunum, að sögn Geirs.

EA Sports hefur enn ekki svarað fyrirspurnum vegna málsins.

Geir sagði einnig að tölvuleikjaspilarar hér heima væru ósáttir. Honum fannst einnig framkoma tölvuleikjaframleiðandans EA Sports hafi ekki verið til fyrirmyndar og að honum finnst að þeir hafi komið illa fram við KSÍ.

Stikkorð: KSÍ FIFA EA Sports fótboltaleikur
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is