Raul Castro sagði á laugardaginn síðasta að leiðtogar Kúbu væru orðnir of gamlir og að ef til vill ætti að setja aldurstakmörk á stjórnarsetu þeirra til þess að yngra fólk gæti spreytt sig við stjórnvölinn. Eldri meðlimir kommúnistaflokksins ættu ef til vill, segir Castro, að eyða meiri tíma með barnabörnum sínum - og hleypa yngra fólki að. Frá þessu segir fréttastofa Reuters.

Sjálfur er Castro, sem er bróðir byltingarmannsins Fidel Castro, orðinn 84 ára gamall. Reuters segir frá þessu. Raul hyggst draga sig í hlé frá stjórnarstörfum eftir tvö ár, en þá mun þjóðinni að öllum líkindum vera stýrt af einhverjum með annað eftirnafn en Castro í nánast 60 ár - eða síðan Fidel bylti Batista og stofnaði kommúnistaríki á eyjunni karabísku.

Ekki hefur langur tími liðið síðan Kúba hóf viðræður að nýju við Bandaríkin eftir að hafa eldað grátt silfur áratugum saman - gegnum allt Kalda stríðið. Barack Obama Bandaríkjaforseti heimsótti Kúbu nýlega, og dansaði það tangó við eyjaskeggja ásamt Michelle konu sinni.