Of margar matvöruverslanir eru úti á Granda í Reykjavík, að mati Bjarna Friðriks Jóhannessonar, rekstrarstjóra Nóatúns og Kjarvals. Hann segir í samtali við netmiðilinn Spyr.is margar verslanir þar hins vegar ekki hafa áhrif á vöruverð. Það geri aftur á móti langur opnunartími.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri og aðaleigandi 11-11 og forstjóri Iceland-verslunarinnar, er sama sinnis og Bjarni hvað fjölda verslana úti á Granda snertir. Hann sagði í samtali við vb.is í maí orðið ansi þröngt þar. Iceland ætlar að loka verslun sinni við Fiskislóð í sumar og mun Nettó taka við húsnæðinu í ágúst.

Á Granda eru fyrir verslanir Krónunnar, Bónuss og Nóatún, Víðir, 10-11 og Hagkaup ekki langt frá.

Að Grandasvæðinu undanskildu telur Bjarni fjöldi verslana eðilegan.