„Mér finnst nóg komið að hóteluppbyggingu í miðborginni,“ segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann vill horfa til annarar hverfa í borginni en miðborgarinnar þegar komi að byggingu hótela á næstu árum. Dagur segir í þættinum Pólitíkin á vef Visis.is að á áætlun sé bygging 1.100 hótelherbergja miðsvæðið. Verði ekki byggð hótel bori ferðaþjónustan sér inn í íbúðahverfin miðsvæðis.

Dagur segir að nú verði að beina næstu bylgju hótelframkvæmda inn á önnur svæði. Horft sé til svæða í kringum Hlemm, Borgartún, Kirkjusand og svæði í kringum Grand Hótel.

„Við viljum líka styðja við hóteluppbyggingu í nágrannasveitarfélögum. Það þýðir að við þurfum að hugsa, bæði sem borgar- og bæjaryfirvöld, að búa til skemmtileg umhverfi í kringum þessi svæði [...]. Þannig sjáum við fyrir okkur að í hverfunum verði líka til kaffihús, skemmtilegir almenningsgarðar og fleira,“ segir Dagur B. Eggertsson.