Snjallsíma- og spjaldtölvumarkaðurinn hefur vaxið hratt og verðmæti fyrirtækja í greininni sömuleiðis, að sögn Þorsteins Baldurs Friðrikssonar, forstjóra og stofnanda leikjafyrirtækisins Plain Vanilla.

„Það hefur verið rosalega verðbólga í verðmati á fyrirtækjum á þessum markaði,” segir Þorsteinn í samtali við Áramót, tímarit Viðskiptablaðsins. „Finnska leikjafyrirtækið Supercell var til að mynda að selja helminginn af sínu fyrirtæki og samkvæmt þeim viðskiptum var fyrirtækið metið á 3 milljarða dollara (360 milljarða króna). Þannig að þegar við heyrum að Plain Vanilla sé metið á 100 milljónir dollara þá finnst okkur það auðvitað svakalegt en miðað við þennan markað er það ekkert rosalegt,” segir hann.

Ítarlega er rætt við Þorstein í Áramótum.