Við höfum áhuga á að mæla traust til stofnunarinnar fljótlega. Capacent sér um að gera mælingar í mars á hverju ári. Það er athyglisvert að Fjármálaeftirlitiðkom eins út og árið áður í mars síðastliðnum, í sama mánuði og forstjóranum var vikið frá,“ segir Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, þegar hún er spurð hvort hún telji að trúverðugleiki stofnunarinnar hafi beðið hnekki.

„Traustið hrundi ekki í þeirri mælingu en það var vissulega lágt. Traustið mælist í ákveðnu samhengi við traust á fjármálamarkaðnum öllum og á Seðlabankanum. Við höfum metnað til þess að byggja traustið upp,“ segir hún. Unnur hefur ekki fundið fyrir því að traust hafi minnkað í kjölfar ákvörðunar stjórnar um að segja Gunnari Andersen upp störfum vegna meintra brota í starfi.

Viðtal við Unni má finna í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.