Finnur Sveinbjörnsson hagfræðingur og fyrrum bankastjóri Arion banka segir það farsælla fyrir bankana og Fjármálaeftirlitið að upplýsa og útskýra hver eiginfjárkrafan sé fremur en að sveipa eiginfjárkröfuna leyndarhjúpi. Þetta kemur fram grein Finns í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.

Landsbankinn hefur upplýst að ný eiginfjárkrafa frá Fjármálaeftirlitinu sé nú 19,5% í stað 16%. Finnur segir þetta þýði að eigið fé bankans þurfi að aukast um 30 milljarða. Erlendis er ekki skylt að birta niðurstöður um eiginfjárkröfur en Finnur segir aðstæður vera ólíkar hér á landi þar sem bankakerfið og Fjármálaeftirlitið njóta lítils trausts.