Finnur Árnason, forstjóri Haga, situr ekki lengur í stjórn Smáralindar. Við sæti hans tók Elís Árnason, framkvæmdastjóri veitingarstaðarins Adesso í Smáralind.

Launagreiðslur Finns hafa verið í umræðinni frá því að álagningarseðlar einstaklinga voru birtir hjá ríkisskattstjóra en mánaðarlaun hans námu tæpum 8,4 milljónum króna á síðasta ári og var hann launahæsti forstjóri landsins samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar.

Finnur hefur verið forstjóri Haga frá árinu 2005. Hann var áður framkvæmdastjóri Hagkaups árin 2000-2005 og framkvæmdastjóri Nýkaups 1998-2000. Hann er menntaður MBA frá University of Hartford og Cand.oecon frá Háskóla Íslands.