Tæplega 25,8 milljóna króna tap var af rekstri hrossaræktarbúsins Vesturkots á Skeiðum árið 2010. Bókfært eigið fé búsins var á sama tíma neikvætt um 40,8 milljónir króna. Eignir félagsins voru undir lok ársins metnar á 177 milljónir króna. Til samanburðar nam tap hrossabúsins rúmum 32 milljónum króna ári fyrr og var eigið fé þá neikvætt um 15 milljónir króna.

Á Vesturkoti er 30 hesta hús, 900 fermetra reiðskemma og upbbyggður reiðvöllum með um 250 metra skeiðbraut.

Vesturkot er í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrv. ráðherra og seðlabankastjóra, og konu hans og er það skráð á einkahlutafélagið Fikt.

Skuldir hrossabúsins Vesturkosts jukust lítillega á milli ára. Þær námu 218 milljónum króna í hittifyrra samanborið við 190 milljónir króna árið 2009. Af heildarskuldum eru 90 milljónir króna við tengda aðila en 55,5 milljónir króna við lánastofnanir. Tengdar skuldir voru rúmlega tvöfalt meiri við tengda aðila í hittifyrra en árið 2009. Það ár námu þær 44 milljónum króna.

Móðurfélag Vesturkots, Fikt, tapaði á sama tíma 103,8 milljónum króna. Eignir félagsins námu í lok ársins 619,4 milljónum króna og nam eigið fé félagsins 528,6 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins var 85% í lok árs 2010. Félagið var skuldlaust gagnvart lánastofnunum árið 2010, að því er fram kemur í ársreikningi.  DV fjallar í dag um viðskipti Fikts, m.a.  með norskar krónur í aðdraganda hrunsins.