Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, verður gestur viðskiptaþáttarins á Útvarpi Sögu (99,4) í dag. Afkoma VÍS árið 2004 var sú besta í sögu félagsins en það stafaði einkum af miklum hagnaði af fjármálastarfsemi. Rætt verður við Finn um vátryggingastarfsemi á Íslandi og þá möguleika sem felast í slíkum rekstri. Einnig verður rétt við hann um hugsanlega aðkomu VÍS að fjárfestingaverkefnum, s.s. kaupum á Símanum.

Í seinni hluta þáttarins verður rætt við Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyrissjóða, en fyrir skömmu voru þau tímamót að eignir íslensku lífeyrissjóðana fóru yfir 1.000 milljarða króna.