Fjórir af stærstu hluthöfum Vátryggingafélags Íslands hafa ákveðið að gera öðrum hluthöfum tilboð um yfirtöku og verður VÍS í kjölfarið afskráð úr Kauphöll Íslands. Finnur Ingólfsson forstjóri félagsins verður gestur Viðskiptaþáttarins hér á eftir og það er ekki ólíklegt að ýmislegt annað úr íslensku viðskiptalífi beri á góma.

Að því loknu verður tekin staðan á olíumörkuðum með aðstoð Magnúsar Ágeirssonar innkaupsstjóra eldsneytis hjá olíufélaginu.

Actavis var valið markaðsfyrirtæki ársins af Imark, félagi íslensks markaðsfólks fyrir síðustu helgi. Í tilefni þess mætir Halldór Kristmannsson forstöðumaður innri og ytri samskipta hjá Actavis í Viðskiptaþáttinn á Útvarpi Sögu (99,4) á milli kl. 16 og 17.

Þátturinn er endurfluttur kl. eitt eftir miðnætti.