Í Viðskiptablaðinu í dag er greint frá því að félagið Langflug ehf. sé komin með 0,9% hlut í Glitni. Það er Finnur Ingólfsson, sem á tvo þriðju hlutafjár í Langflugi í gegnum eignarhaldsfélag sitt FS7 ehf. Finnur á 100% hlutafjár í því félagi.

Í samtali við Finn kom fram að hann keypti bréfin milli jóla og nýárs. Þar sem eigin bréf hafa minnkað í veltubók Glitnis er ekki óeðilegt að ætla að bréfin séu þaðan komin eins og kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.