*

mánudagur, 11. nóvember 2019
Innlent 21. maí 2019 15:17

Finnur leiðir fjölbreytnihóp VÍ

Fjölbreytnihópur árveknisátaks Viðskiptaráðs Íslands, til að stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi, er leiddur af forstjóra Origo.

Ritstjórn
Finnur Oddsson er forstjóri Origo.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptaráð Íslands hefur kynnt sérstakt árveknisátak um fjölbreytileika, með stofnun svokallaðs fjölbreytnihóps Viðskiptaráðs, sem hefur það markmið að stuðla fjölbreyttara atvinnulífi hér á landi, bæði í mannauði og rekstrarformi.

Í hópnum eru þau:

  • Finnur Oddsson. forstjóri Origo, en hann er jafnframt formaður hópsins
  • Ari Fenger, forstjóri Nathan & Olsen 
  • Edda Hermannsdóttir, yfirmaður samskipta, markaðsmála og greiningar hjá Íslandsbanka
  • Hreggviður Jónsson, forstjóri Veritas Capital
  • Magnea Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hótels
  • Védís Hervör Árnadóttir, samskipta- og miðlunarstjóri Viðskiptaráðs

Í umfjöllun ráðsins um átakið er fjölbreytni, hvort heldur sem í stjórnum, framkvæmdastjórnum eða meðal starfsmanna, sögð stórt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið á Íslandi.

Er það sagt ljóst að í mörgum tilfellum þurfi ekki að leita langt yfir skammt til að styrkja starfsemi fyrirtækja sem starfi hér á landi, á sama hátt og viðskiptalífið þurfi að styðja ötullega við markmið um að auka efnahagslegan stöðuglegja og fjölga stoðum hagvaxtar hér á landi.

Í vinnu hópsins urðu til tvenns konar afurðir; myndbandaröð um fjölbreytileika í sinni víðustu mynd og lotukerfi fjölbreytileikans að bandarískri fyrirmynd - staðfært yfir á íslenskan raunveruleika árið 2019.