Viðskiptaráð Íslands hefur kynnt sérstakt árveknisátak um fjölbreytileika, með stofnun svokallaðs fjölbreytnihóps Viðskiptaráðs, sem hefur það markmið að stuðla fjölbreyttara atvinnulífi hér á landi, bæði í mannauði og rekstrarformi.

Í hópnum eru þau:

  • Finnur Oddsson. forstjóri Origo, en hann er jafnframt formaður hópsins
  • Ari Fenger, forstjóri Nathan & Olsen
  • Edda Hermannsdóttir, yfirmaður samskipta, markaðsmála og greiningar hjá Íslandsbanka
  • Hreggviður Jónsson, forstjóri Veritas Capital
  • Magnea Þórey Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hótels
  • Védís Hervör Árnadóttir, samskipta- og miðlunarstjóri Viðskiptaráðs

Í umfjöllun ráðsins um átakið er fjölbreytni, hvort heldur sem í stjórnum, framkvæmdastjórnum eða meðal starfsmanna, sögð stórt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið á Íslandi.

Er það sagt ljóst að í mörgum tilfellum þurfi ekki að leita langt yfir skammt til að styrkja starfsemi fyrirtækja sem starfi hér á landi, á sama hátt og viðskiptalífið þurfi að styðja ötullega við markmið um að auka efnahagslegan stöðuglegja og fjölga stoðum hagvaxtar hér á landi.

Í vinnu hópsins urðu til tvenns konar afurðir; m yndbandaröð um fjölbreytileika í sinni víðustu mynd og lotukerfi fjölbreytileikans að bandarískri fyrirmynd - staðfært yfir á íslenskan raunveruleika árið 2019.