*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 2. júlí 2020 09:34

Finnur Oddsson kaupir í Högum

Finnur Oddsson, sem tók við sem forstjóri Haga í gær, hefur keypt hlutabréf að andvirði 4,95 milljónum króna í félaginu.

Ritstjórn
Finnur Oddsson, forstjóri Haga
Haraldur Guðjónsson

Í gærkvöldi barst tilkynning til Kauphallarinnar um að Finnur Oddsson hafi keypt 100.000 hluti í Högum á genginu 49,5 krónur á hlut. Kaupverðið nam því 4,95 milljónum króna. 

Finnur Oddsson tók formlega við af Finni Árnasyni sem forstjóri Haga í gær. Sá fyrrnefndi lauk sínum síðasta starfsdegi sem forstjóri Origo á þriðjudaginn en hann hafði gegnt því hlutverki frá árinu 2013. 

Stikkorð: Hagar Finnur Oddsson