Finnur Beck, héraðsdómslögmaður, hefur hafið störf sem lögfræðingur hjá HS Orku hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Finnur starfaði hjá Landslögum frá 2009 ásamt því að sinna stundakennslu í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík. Í starfi sínu hjá Landslögum hefur hann m.a. unnið að verkefnum með HS Orku. Einnig hefur hann starfað hjá Ríkisútvarpinu við fréttamennsku í nokkur ár.

Finnur útskrifaðist með fullnaðarpróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og lauk B.A. í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2002. Þá öðlaðist hann málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2010.

Hann er kvæntur Maríu Hrund Marinósdóttur, markaðsstjóra hjá VÍS og eiga þau 3 börn.