Hagar kynntu uppgjör annars ársfjórðungs hjá fyrirtækinu í dag en þar kom fram að hagnaður fyrirtækisins á fyrri helmingi rekstrarársins hafi numið 2.094 milljónum króna, en nam 1.973 milljónum á sama tíma í fyrra. Þá jókst vörusala lítillega á fjórðungnum og nam 19,5 milljörðum króna og framlegð nam 4,7 milljörðum.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, segist vera ánægður með uppgjörið. Lítill tekjuvöxtur þess á milli fjórðunga gefi til kynna stöðugleika í rekstrinum. Þá segir hann að styrking krónunnar komi fram í uppgjörinu en þar sem að framlegð fyrirtækisins er nánast óbreytt þá skili hún sér beint í verðlag til viðskiptavina Haga.

VB Sjónvarp ræddi við Finn.