Sem kunnugt er hefur Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, ákveðið að láta af störfum sem bankastjóri um áramótin.

Ráðninga r samningur hans var til áramóta og hefur hann ákveðið að sækjast ekki eftir áframhaldandi starfi sem bankastjóri. Starfið verður auglýst laust til umsóknar á næstu dögum.

„Ég hef ekkert ákveðið hvað ég tek mér fyrir hendur en ég finn mér eitthvað að gera,“ sagði Finnur í samtali við Viðskiptablaðið.

„Þessi tími hér í bankanum hefur verið góð reynsla en um leið erfið, að því leyti að ytri aðstæður hafa verið gríðarlega erfiðar og fordæmalausar. Það er ánægjulegt að það hefur tekist að skapa nýja stefnu í bankanum áður en kröfuhafarnir koma formlega að honum sem eigendur að stærstum hluta,“ sagði Finnur og vísaði þar til nafnabreytingar á bankanum og nýrra gilda sem bankinn hyggst starfa eftir.

„Starfsfólk bankans hefur staðið sig vel undir miklu álagi og  ég er ekki vafa um að það eigi eftir að gera það áfram.“