Hagar tilkynntu rétt í þessu að Finnur Árnason lyki störfum í dag sem forstjóri Haga en hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2005. Finnur Oddson tekur við forstjórastól Haga á morgun.

Síðasti starfsdagur Finns Oddsonar sem forstjóri Origo var í dag. Gunnar Már Petersen, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs félagsins, mun tímabundið gegna stöðu forstjóra þar til Jón Björnsson tekur við starfinu þann 21. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu Origo eftir lokun Kauphallarinnar í dag.

Þann 8. maí var tilkynnt að Finnur Oddsson myndi láta af störfum sem forstjóri Origo og taka við forstjórastól Haga. Origo tilkynnti þann 18. júní að Jón Björnsson, fyrrum forstjóri Festis og Krónunnar, myndi taka við af Finni sem forstjóri í lok sumars.

Gunnar Már Petersen
Gunnar Már Petersen
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Gunnar Már Petersen, fjármálastjóri Origo, tekur tímabundið við stöðu forstjóra fyrirtækisins.