„Ég hef aldrei fundið jafn mikið til með íslenskri þjóð eins og í gær, þegar ég hlustaði á þennan unga dreng lýsa þrám og draumum þeirra,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til umfjöllunar Kastljóss í gær um tíu erlenda auðjöfra, og fjölskyldur þeirra, sem vilja fá ríkisborgararétt hér á landi. Í umfjölluninni var viðtal við Sturlu Sighvatsson, framkvæmdastjóra Northern Light Energy og einn þeirra sem er í forsvari fyrir erlendu einstaklingana.

Björn valur beindi spurningu sinni til forsætisráðherra og spurði hvað hún hyggðist gera í málinu. Jóhanna sagðist ekki hafa haft tök á að kynna sér málið og sgði það í höndum allsherjarnefndar. Björn Valur taldi að um alvöru mál sé að ræða og sagði sporin hræða. Ekki sé langt síðan forsætisráðherra Íslands vildi stofna hér alþjóðlega fjármálamiðstöð.

Nöfn einstaklinganna tíu sem vilja ríkisborgararétt:

Aaron Robert Thane Ritchie (Thane Ritchie)
Rodney Chadwick Muse
Patrick Charles Egan
David Joseph Steinberg
Christopher Bailey Madison
Calvin Wilson
Alexei Viktorovich Maslov
Peter Kadas
Patrick Holland
Sandra Jean Houston

Umsókn einstaklingana sem sent var Allsherjarnefnd Alþingis má lesa hér að neðan:

Umsókn til Allsherjarnefndar .