Finnur Árnason, forstjóri Haga, var með 43 milljónir króna í árslaun hjá fyrirtækinu á rekstrarárinu sem lauk þann 28. febrúar síðastliðinn. Þýðir það að mánaðarlaun Finns hafa verið um 3,6 milljónir króna að meðaltali. Í ársreikningi Haga er að finna upplýsingar um laun helstu stjórnenda haga.

Guðrún Eva Gunnarsdóttir, fjármálastjóri fyrirtækisins, var með 1,7 milljónir króna í mánaðarlaun. Fjórir framkvæmdastjórar eru svo á lista. Guðmundur Marteinsson var með 2,7 milljónir á mánuði, Gunnar Ingi Sigurðsson var með rúmar tvær milljónir, Kjartan Már Friðgeirsson var með 1,9 milljónir og Lárus Óskarsson var með 1,8 milljónir króna á mánuði.

Stjórnarformaðurinn Árni Hauksson var launahæstur stjórnarmanna með fimm milljónir á ári, eða um 420.000 krónur á mánuði. Aðrir stjórnarmenn voru með 200.000-250.000 krónur á mánuði.