Mozilla hugbúnaðarfyrirtækið ætlar að byrja að birta auglýsingar í stiku efst í Firefox vafranum. Þetta tilkynnti fyrirtækið á fundi Interactive Advertising Bureau í Kalíforníu.

Nýju auglýsingarnar eru kynntar á þann hátt að þeim sé ætlað að hjálpa nýjum notendum að uppgötva nýjar síður sem þeir gætu haft áhuga á. Talsmenn Mozilla upplýstu ekki hvenær auglýsingarnar munu birtast.

Það má le sa meira um málið á vef TechTimes.