Fjögur félög voru skráð á First North markaðnum í lok árs 2012 en skráð viðskipti með bréf þessara félaga hafa verið hverfandi. Á árinu 2011 námu viðskipti með bréfin um 16 milljörðum en rétt rúmlega milljarði króna árið 2012. Veltan árið 2012 var því einungis um 7% af veltunni árið 2011. Þess má geta að fyrstu þrjá viðskiptadaga ársins í liðinni viku var engin velta með bréf skráð á First North.

Á First North markaðnum var Landsbankinn með 89,4% hlutdeild árið 2012 og tók við keflinu af Arion banka sem var með 92,9% hlutdeild árið 2011.

Helsti munurinn á Firsth North markaðnum og aðalmarkaði kauphallarinnar felst í regluverki og minni kröfum til félaga á First North. Markaðurinn er aðallega hugsaður fyrir smærri og vaxandi félög. Skráð félög á First North í dag eru HB Grandi, Sláturfélag  Suðurlands, Hampiðjan og Century Aluminium.