Félag íslenskra stórkaupmanna telur að heimila eigi sölu alls áfengis í verslunum, óháð styrkleika, að því er fram kemur í umsögn FÍS um áfengisfrumvarpið svonefnda. Með frumvarpinu er lagt til að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins með annað áfengi en sterkt áfengi verði aflögð. Með sterku áfengi er átt við áfengi með meiri vínandastyrk en 22%. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Meðflutningsmenn eru sextán aðrir þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Framsóknarflokki.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu.