Félag íslenskra stórkaupmanna hefur lagt fram tillögupakka sín um örvun efnahagslífsins. Þar er meðal annars að finna tillögu um 10% lækkun launakostnaðar hins opinbera sem að sögn Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra FÍS, getur lækkað launakostnað hins opinbera um 25 milljarða á ári.

FÍS spyr hvernig unnt er að tryggja að lítil og meðalstór fyrirtæki verði áfram nauðsynlegur drifkraftur í efnahagslífinu? Hvernig byggjum við upp nauðsynlega almenna hvata til smærri sem stærri fjárfestinga í atvinnulífinu? Hver á þáttur hins opinbera að vera? Er réttlætanlegt að skattleggja fyrirtæki og neytendur eftir 40% samdrátt í umsvifum, spyrja FÍS menn.

Meðal annara tillagna þeirra eru hugmyndir um skattaafslátt til kaupa á hlutafé í einkafyrirtækjum. Tillögurnar verða kynntar á fundi á eftir.