*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 5. ágúst 2020 11:45

Fisherman skellir í lás

Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar.

Ritstjórn
Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fisherman,

Fiskisjoppan Fisherman við Hagamel hefur skellt í lás til frambúðar. Frá þessu er greint á vef Vísis.

Staðnum var lokað vegna kórónuveirufaraldursins í vor og opnaði ekki aftur. Framkvæmdastjóri Fisherman segir um að ræða rekstrarlega ákvörðun sem skrifist algjörlega á faraldurinn.

Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri Fisherman segir í samtali við Vísi að fiskisjoppunni hafi verið lokað vegna kórónuveirufaraldursins strax á vormánuðum. Ákveðið hafi verið að opna ekki aftur og leigusamningurinn framseldur.

„Við ákváðum að draga okkur úr veitingaharkinu, á þessum síðustu og verstu tímum,“ segir Elías.

„Þetta er algjörlega Covid-aðgerð vegna þess að uppistaða viðskiptavinanna var erlendir gestir. Ekki spennandi rekstrarumhverfi fyrir svona stað á þessum tímum meðan gengur vel hjá okkur í öðru.“