*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 18. september 2018 14:50

FISK kaupir í Vinnslustöðinni af Brimi

Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni og kaupverðið er 9.400 milljónir króna.

Ritstjórn
Guðmundur Kristjánsson, fyrrverandi forstjóri og stórhluthafi í Útgerðarfélagi Reykjavíkur (áður Brim).
Haraldur Guðjónsson

FISK-Seafood ehf. á Sauðárkróki hefur gengið frá samningi um kaup á öllum eignarhlut Brims hf. sem nú heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur í Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FISK-Seafood ehf.

Um er að ræða þriðjungs hlut alls hlutafjár í Vinnslustöðinni og kaupverðið er 9.400 milljónir króna. Samningurinn verður sendur Samkeppniseftirlitinu.

Stjórn og stjórnendur FISK-Seafood ehf. vænta góðs samstarfs við eigendur og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. og sjá mikil tækifæri í rekstri félagsins og samvinnu þessara tveggja sjávarútvegsfyrirtækja.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is