*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 16. september 2017 18:18

FISK Seafood hagnast um 1,4 milljarða

Útgerðarfélagið FISK Seafood hagnaðist um 1,4 milljarða króna á síð­asta reikningsári sem lauk í ágúst 2016.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Útgerðarfélagið FISK Seafood hagnaðist um 1,4 milljarða króna á síð­asta reikningsári sem lauk í ágúst 2016. Dróst hagnaður lítillega saman milli ára en hagnaðurinn nam 1,8 milljörðum króna á fyrra reikningsári. Félagið greiddi 250 milljónir í arð á reikningsárinu en félagið er í eigu Kaupfélags Skagfirð­inga.

Rekstrartekjur námu 9,1 milljarði og EBITA 2 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 20,5 millj­ örðum króna við lok reikningsársins en skuldir 1,7 milljörðum króna og eignir 22,2 milljörðum. Síðan ársreikningurinn kom út hefur félagið selt allan eignarhlut sinn í Olís sem bókfærður var á 1,8 milljarða króna. Þá mat félagið virði aflaheimilda á 4,4 milljarða króna og skipa og fasteigna á 2,5 milljarða króna. Handbært fé frá rekstri nam 1 milljarði miðað við 1,85 milljarða króna á fyrra ári.

Stikkorð: afkoma FISK Seafood hagnaður
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is