Útgerðarfélagið FISK Seafood hagnaðist um 1,4 milljarða króna á síð­asta reikningsári sem lauk í ágúst 2016. Dróst hagnaður lítillega saman milli ára en hagnaðurinn nam 1,8 milljörðum króna á fyrra reikningsári. Félagið greiddi 250 milljónir í arð á reikningsárinu en félagið er í eigu Kaupfélags Skagfirð­inga.

Rekstrartekjur námu 9,1 milljarði og EBITA 2 milljörðum króna. Eigið fé félagsins nam 20,5 millj­ örðum króna við lok reikningsársins en skuldir 1,7 milljörðum króna og eignir 22,2 milljörðum. Síðan ársreikningurinn kom út hefur félagið selt allan eignarhlut sinn í Olís sem bókfærður var á 1,8 milljarða króna. Þá mat félagið virði aflaheimilda á 4,4 milljarða króna og skipa og fasteigna á 2,5 milljarða króna. Handbært fé frá rekstri nam 1 milljarði miðað við 1,85 milljarða króna á fyrra ári.