Ávöxtun vogunarsjóðsins Lahde Capital, sem var stofnaður af Andrew Lahde í fyrra, fór yfir þúsund prósenta markið í síðustu viku í kjölfar skjálftavirkninnar vegna hrunsins á markaðnum með bandarísk undirmálslán. Lahde Capital er einn þeirra sjóða sem veðjuðu í fyrra á að sá markaður myndi hrynja og tók því skortstöðu gegn honum með afleiðuviðskiptum.

Í Financial Times kemur fram að hugsanlega séu þetta ábatasömustu viðskipti allra tíma en hagnaðurinn af þeim nemur nú tuttugu milljörðum Bandaríkjadala. Í blaðinu er haft eftir fjárfestum í vogunarsjóði í eigu Paulson & Co, en það er stærsti sjóðurinn sem tók skortstöðu gegn undirmálslánunum, að hagnaður hans af viðskiptunum nemi um 12 milljörðum dala. Paulson & Co stýrir 29 milljörðum dala. Um er að ræða ávöxtun upp á 550,8% það sem af er ári. Annar, stór sjóður sem hefur náð framúrskarandi ávöxtun með stöðutöku gegn undirmálslánum er Subprime Credit Strategies, en ávöxtun hans er 526,5%.

Nánari umfjöllun í erlendum fréttum Viðskiptablaðsins.