Fiskafli íslenskra skipa í mars var 31% minni en í mars í fyrra, eða tæp 132 þúsund tonn, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Í birtum tölum kemur fram að Botnfiskafli hafi dregist saman um 8%, úr 53,9 þúsund tonnum í 49,3 þúsund tonn og uppsjávarafli minnkaði úr tæpum 136 þúsund tonnum í rúm 79 þúsund tonn, sem er 42% aflasamdráttur.

Á 12 mánaða tímabili hefur aflamagnið þannig minnkað um 109 þúsund tonn á milli ára, sem er mest megins vegna minni uppsjávarafla.

Áhugasamir geta kynnt sér tölur Hagstofunnar nánar hér.