Fiskafli í júní 2016 var 43% minni en í júní í fyrra, eða 42 þúsund tonn, en á sama tíma í fyrra var hann tæplega 72,7 þúsund tonn. Á föstu verðlagi er aflinn metinn 7,1% minni en í júní 2015.

Kemur samdrátturinn helst til vegna minnkandi uppsjávarafla, en í júní í ár var hann rétt rúm 2.000 tonn, en í fyrra var hann 33,6 þúsund tonn. Kom lækkunin helst til af minni Kolmunaveiðum, en einnig helminguðust Makrílveiðarnar.

Ef horft er á 12 mánaða tímabil frá júlí 2015 til júní 2016 hefur heildaraflinn dregist saman um 262 þúsund tonn frá júli 2014 til júní 2015. Er það samdráttur um 20%.