Í júlí 2016 var fiskafli íslenskra skipa tæplega 72 þúsund tonn, en í júlímánuði í fyrra nam hann rétt rúmum 95 þúsund tonnum. Nemur samdrátturinn á milli ára því 25%, en á föstu verðlagi er heildarverðmæti hans 19,2% minni en í júlí 2015.

Má að mestu rekja samdráttinn til minni uppsjávarafla, sem fóru úr 65 þúsund tonnum í júlí í fyrra niður í 40 þúsund tonn í sama mánuði í ár. Dróst botnfiskaflinn saman um rúm þúsund tonn miðað við júlí í fyrra og var hann nú 28 þúsund tonn.

Ef horft er til síðustu 12 mánaða hefur heildaraflinn dregist saman um 22% eða sem nemur 290 þúsund tonn ef miðað er við 12 mánuðina þar á undan.