Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði var 11% minni en í maí 2006 og það sem af er árinu hefur hann dregist saman um 3% miðað við sama tímabil 2006, sé hann metinn á föstu verði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Aflinn nam alls 142.064 tonnum í maí 2007 samanborið við 180.631 tonn í maí 2006.

Þorskafli dróst saman um tæplega 300 tonn, ýsuaflinn dróst saman um 1.700 tonn og ufsaaflinn jókst um rúmlega 1.000 tonn, og heildarafli botnfiska dróst saman um tæp 5.900 tonn frá maímánuði 2006 og nam tæpum 48.300 tonnum.